Börkur Sigþórsson ræðir við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1. „Kvikmyndagerðarmenn eins og aðrir skapandi listamenn eiga að velta upp spurningum og helst áleitnum spurningum en ekki vera að sjá fyrir svörum,“ segir hann meðal annars.
RÚV hefur tilkynnt um breytingar á Kastljósi sem felast í því að menningarumfjöllun fær fast pláss í þættinum þrisvar í viku og verður Brynja Þorgeirsdóttir menningarritstjóri þáttarins. Menningarþátturinn Djöflaeyjan, sem Brynja stýrði áður, verður lagður niður.