Heimildamyndin Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason er meðal þeirra mynda sem verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni um næstu helgi. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Byltingin er hafin! í stjórn Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar hefur fengið 12 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Myndin segir frá því þegar ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi 20. apríl 1970, lýstu því yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn og drógu rauðan fána að húni.
Myndin að hluta tekin hér á landi sumarið 2011 og mun Sigurður Skúlason, sem fer með hlutverk í henni, segja nokkur orð við upphaf sýningar annað kvöld.