„Tvær konur af sitthvorri kynslóð og með ólíka sýn á lífið fara hringferð um Ísland, hver með sitt erindi og koma við á fimm kaffihúsum. Allar konurnar „leika“ sjálfar sig og fáum við að kynnast draumum þeirra og dagdraumum, lífi og áskorunum,“ segir um heimildamyndina Konur, draumar & brauð eftir Sigrúnu Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugu Jóhannsdóttur.