Á vefnum Ísland á filmu sem Kvikmyndasafn Íslands rekur má finna þessa stuttu klippu þar sem Óskar Gíslason og samstarfsmenn prófa sig áfram með effekta fyrir Síðasta bæinn í dalnum (1950).
Komin er upp fróðleg síða um fjöllistamanninn Þorleif Þorleifsson (1917-1974) á Wikipedia. Þorleifur kom víða við og tengist kvikmyndagerð þannig að hann vann mikið og náið með Óskari Gíslasyni.