Vefur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins birtir viðtal við Skarphéðinn Guðmundsson í kjölfar Scandinavian Screening kynningarmessunnar sem fram fór hér á landi á dögunum. Þar ræðir Skarphéðinn um áherslur RÚV varðandi leikið efni og verkefnastöðuna.
Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.
Sölumessan Scandinavian Screening er haldin hér á landi í fyrsta skipti dagana 6.-8. júní en þangað mæta stærstu kaupendur sjónvarpsefnis í heiminum og skoða norrænt efni. Messan er haldin að undirlagi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Í tilefni þessa hefur RÚV fengið Kim Christiansen, ritstjóra og umsjónarmann samframleiðslu heimildarmynda hjá DR Sales, til að halda fyrirlestur um sölu heimildamynda.