Stuttmyndin Allt fyrir þig hlaut á dögunum verðlaun á kvikmyndahátíðinni Cineverse Paris í Frakklandi. Verkið er útskriftarmynd Salvarar Bergmann frá Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands.
Fyrsti árgangurinn með BA-próf frá kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands útskrifast í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem fólk öðlast háskólagráðu í kvikmyndagerð frá íslenskum háskóla.