Heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar eftir Ásgrím Sverrisson er sýnd í kvöld kl. 20:45 í RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli Sjónvarpsins. Í myndinni fjallar fjöldi Íslendinga um atvik úr lífi sínu þann 30. september 2015, fyrir sléttu ári síðan.
Hér er að finna 161 ljósmynd úr fórum föður míns, Sverris Kr. Bjarnasonar, sem hann tók á árunum 1965 til 1981. Þetta eru tækifærismyndir, teknar af starfsmanni Sjónvarpsins og viðfangsefni þeirra eru vinnufélagarnir, að langmestu leyti fólkið á bakvið tjöldin þó að fólkinu á skjánum bregði einnig fyrir. Þetta eru einstakar myndir sem fanga tíðaranda og stemmningu upphafsára Sjónvarpsins. Flestar myndanna birtast nú opinberlega í fyrsta sinn.
"Sjónvarp er menningarmiðill. Sjónvarp er þing. Sjónvarpið okkar hefur á liðnum árum verið og er enn leikhús, bíó, kappleikur, bókasafn, skóli, leikvöllur og samkomuhús. Sjónvarpið okkar er rödd lýðræðisþjóðar," segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
RÚV hefur undirritað rammasamning við DR Sales, söludeild Danmarks Radio, sem felur í sér að DR Sales mun sjá um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim.
Ég óska RÚV - sjónvarpi allra landsmanna hjartanlega til hamingju með daginn og hálfrar aldar tilveru. Þessi merka menningarstofnun hefur alltaf verið nálæg í mínu lífi, ekki bara vegna þess að ég hef unnið ýmiskonar efni fyrir Sjónvarpið í bráðum þrjátíu ár, heldur kannski enn frekar vegna þess að faðir minn, Sverrir Kr. Bjarnason, var í hópi þeirra sem bjuggu Sjónvarpið til.