Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og þingmaður skrifar um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. á fésbókarsíðu sína í kjölfar sýningar á myndinni á RÚV á nýársdag. Hann segir meðal annars: "Mögnuð mynd, sem leiddi hugann að gömlum sagnaþáttum og þjóðlegum fróðleik; kannski að í þessari mynd hafi íslenskum kvikmyndagerðarmanni lánast að tengja list sína við þennan mikilvæga en forsmáða hluta íslenskra bókmennta." Umsögn hans er birt hér í heild með leyfi höfundar.
„Reynir var einhvern veginn fastur í sínum eigin fjötrum en á sama tíma braust hann sífellt úr öðrum fjötrum sem hann lét setja á sig, hlekkjum, böndum eða lét læsa sig inni í klefum. Það er mjög skemmtileg metafóra í hans lífi,“ segir Baldvin Z leikstjóri um heimildamyndina Reyni sterka í viðtali við RÚV.