Í nýrri skýrslu Reykjavík Economics um skattaleg áhrif kvikmyndagerðar er meðal annars fjallað um laun í íslenskri kvikmyndagerð. Fram kemur að meðallaun í greininni eru um 77% af meðallaunum í landinu, en laun í stórverkefnum eru mun hærri.
Kvikmyndagreinin skilar miklu meiri tekjum í ríkissjóð en nemur samanlögðum styrkjum og endurgreiðslum til hennar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir SÍK.