Stikla dönsk/íslensku ævintýramyndarinnar Goðheimar hefur verið opinberuð og má skoða hér. Myndin fjallar um víkingabörnin Röskvu og Þjálfa sem koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.
Þórir Snær Sigurjónsson og félagar hans hjá danska framleiðslufyrirtækinu Profile Pictures framleiða kvikmyndina Underverden (Undirheimar) í leikstjórn Fenar Ahmad sem er á toppi danska aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Yfir fjörtíu þúsund manns sáu myndina um helgina.