Stuttmyndin Ólgusjór eftir Andra Frey Ríkharðsson, sem var sýnd á RIFF og á Northern Wave 2018 og á kvikmyndahátíðum víðsvegar um Evrópu, er nú aðgengileg á vefnum og má skoða hér.
Hópur útskrifaðra nemenda Kvikmyndaskóla Íslands, ásamt fleirum, hefur tekið höndum saman um framleiðslu stuttmyndarinnar Ólgusjór. Leikstjóri og handritshöfundur er Andri Freyr Ríkharðsson en nýtt framleiðslufyrirtæki, Behind the Scenes, annast framleiðslu. Tökur eru fyrirhugaðar í sumar, en verkefnið hefur hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.