Heimildamyndin Veröld sem var eftir Ólaf Sveinsson verður frumsýnd á RIFF. Í myndinni er annarsvegar hópi ferðalanga fylgt í fimm daga gönguferð á vegum Ferðafélagsins Augnabliks um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006 skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálsinn, dalinn sem Hálslón er kennt við, en hinsvegar er fjallað um byggingu Kárahnjúkavirkjunar.