Northern Wave kvikmyndahátíðin fór fram um helgina í Frystiklefanum á Rifi. Veitt voru fern verðlaun á hátíðinni. Verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina fóru til Ara Allanssonar fyrir stuttmyndina Móðurást.
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í tólfta sinn helgina 25.-27. október í Frystiklefanum á Rifi, Snæfellsbæ. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda, hreyfimynda, vídeóverka og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða, til að mynda fiskiréttasamkeppni, fyrirlestra, vinnustofur og tónleika svo dæmi séu nefnd.