Aldrei fyrr hafa norrænir ríkisfjölmiðlar í almannaþjónustu framleitt jafn mikið af leiknu efni í sameiningu og árið 2019. Að meðaltali var frumsýnd ný leikin þáttaröð fyrir fullorðna í hverjum mánuði og nýjum leiknum þáttaröðum fyrir börn og unglinga fjölgaði einnig verulega.
Norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, RÚV, SVT og YLE hafa sammælst um nýja áætlun sem lýtur að auknum gagnkvæmum skiptum í formi samframleiðslu og sýninga á leiknu sjónvarpsefni. Útvarpsstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna undirrituðu samkomulagið á fundi sínum í Stokkhólmi í gær, fimmtudag.