Margarethe von Trotta er handhafi heiðursverðlauna Evrópsku kvikmyndaakademíunnar í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmynda. Hún situr fyrir svörum í Bíó Paradís fimmtudaginn 8. desember, eftir sýningu einnar kunnustu myndar sinnar Die bleierne Zeit. Sýning hefst kl. 19.
Kanadíski kvikmyndleikstjórinn David Cronenberg og þýski kvikmyndaleikstjórinn Margarethe von Trotta hlutu bæði heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag til kvikmynda sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti þeim á Bessastöðum í gær.
Morgunblaðið birtir viðtal við Margarethe von Trotta sem er heiðursgestur RIFF í ár. Von Trotta er eitt þekktasta nafnið í þýskri kvikmyndagerð. Hún var hluti af þeim kjarna leikstjóra, sem hóf þýskar kvikmyndir til virðingar eftir langvarandi lægð.