Lionsgate, framleiðandi kvikmyndaseríunnar The Hunger Games, hefur tilnefnt fimm unglingsstúlkur úr Reykjavík til úrslita í stuttmyndakeppni í Los Angeles í Bandaríkjunum. Keppt er í myndrænni túlkun á sagnaheiminum.
Bandarísku dreififyrirtækin Lionsgate og Roadside Attractions munu dreifa kvikmyndinni Z for Zachariah sem Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak kvikmyndum framleiða í samvinnu við Tobey Maguire, Sigurjón Sighvatsson og fleiri aðila. Myndin verður frumsýnd á Sundance hátíðinni í lok janúar.