Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Heimildamyndin Línudans eftir Ólaf Rögnvaldsson verður Íslandsfrumsýnd á Stockfish hátíðinni sem fram fer dagana 23. febrúar til 5. mars. Myndin, sem frumsýnd var á Lubeck hátíðinni s.l. haust, fjallar um baráttu bænda og landeigenda gegn lagningu Blöndulínu 3 sem Landsnet hyggst leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar, um Vatnsskarð, Skagafjörð, Öxnadalsheiði og Hörgárdal.