Kolbeinn Rastrick fjallar um heimildamynd Yrsu Roca Fannberg, Jörðin undir fótum okkar, í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars takast á ljóðræðan hátt að miðla lífi þeirra sem dvelja á Grund og á sama tíma lífinu sem slíku sem er samspil gleði, fegurðar og harms.
Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar um heimildamyndina Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg í Morgunblaðið og segir hana meðal annars ljóðræna og fallega kvikmynd sem fangi lífið á lokaspretti þess af hlýju og virðingu.
„Það vita það allir á Norðurlöndunum að Ísland hefur ekki jafn mikið fjármagn í heimildarmyndagerð,“ segir Hanna Björk Valsdóttir í viðtali við Víðsjá á Rás 1. Hún hlaut á dögunum aðalverðlaun framleiðenda á Nordisk Panorama.
Jörðin undir fótum okkar vann dómnefndarverðlaunin á DMZ International Documentary Film Festival, einni virtustu heimildamyndahátíð í Asíu. Yrsa Roca Fannberg, leikstjóri myndarinnar, tók við verðlaununum í Suður-Kóreu í gær.
Heimildamyndin Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni CPH:DOX í Kaupmannahöfn síðar í mánuðinum. Stikla myndarinnar er komin út.
Í myndinni eru hversdagslegir atburðir, gleðilegir og sorglegir, fangaðir á filmu á meðan lífið heldur áfram í allri sinni fegurð hjá heimilisfólki á hjúkrunarheimilinu Grund.