Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi er ný íslensk heimildamynd sem verður frumsýnd í félagsheimili Árneshreppsbúa í Árneshreppi á Ströndum, föstudaginn 1. maí kl. 20. Í myndinni leiðir María Guðmundsdóttir, ljósmyndari, sem alin er upp í þessum afskekktasta hreppi landsins, áhorfendur inn í daglegt líf og störf fólksins í hreppnum.
Nýherji stendur fyrir Canon sýningu og ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Þar munu íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndarar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið, auk þess sem kynntur verður nýjasti búnaðurinn frá Canon.
Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.