Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra verði falið að undirbúa lagasetningu um kvaðir á framlag hins opinbera til kvikmyndagerðar til þess að tryggja að allt starfsfólk í kvikmyndagerð fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við lög og gildandi kjarasamninga hverju sinni.