Á vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, má nú sjá verulegt magn af ýmsum kvikmyndum Kjartans Bjarnasonar sem teknar voru frá 1936 og fram yfir 1970.
Á þeirri afbragðs efnisveitu Ísland á filmu, sem Kvikmyndasafn Íslands rekur, má meðal annars finna 24 mínútna perlu Ósvaldar Knudsen um Halldór Kiljan Laxness frá 1962 og ber sama nafn.
Á vefnum Ísland á filmu sem Kvikmyndasafn Íslands rekur má finna þessa stuttu klippu þar sem Óskar Gíslason og samstarfsmenn prófa sig áfram með effekta fyrir Síðasta bæinn í dalnum (1950).
Kvikmyndasafn Íslands hefur nú bætt við miklu efni á vefinn Ísland á filmu. Vefurinn hefur fengið frábærar viðtökur síðan hann var opnaður fyrir um ári síðan og fengið yfir 540 þúsund heimsóknir.
Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafnsins.