Á opnunarkvöldi Hugarflugs, árlegrar rannsóknarráðstefnu Listaháskóla Íslands, fer tónskáldið Hildur Guðnadóttir yfir feril sinn, verk, rannsóknir og vinnuaðferðir í fjarfundarsamtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskólans. Þessi viðburður fer fram fimmtudaginn 13. febrúar í húsnæði Listaháskólans, Laugarnesvegi 91, kl. 17.