Rætt var við Helgu Rós V. Hannam búningahönnuð um starf hennar í þættinum Landinn síðastliðinn sunnudag, en Helga Rós hefur séð um búninga í mörgum af helstu kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum síðustu ára og hlotið fjölmörg Edduverðlaun fyrir.
Helga Rós V Hannam, sem hlaut Edduna fyrir bestu búningahönnun fyrir myndina Hjartastein, varði stærstum hluta ræðu sinnar í að hvetja fólk til að sameinast gegn ofbeldi. Hú vísaði til þess að tveir ungir leikarar í myndinni, Eyvindur Runólfsson og Karen Agnarsdóttir, urðu fyrir alvarlegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Eyvindur hlaut heilablæðingu og komst ekki til meðvitundar fyrr en á miðvikudag. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.