Í desember verða 60 ár liðin frá því að Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Af því tilefni sýnir RÚV allar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir sögum hans.
Ekki ein sekúnda í sjónvarpsþáttaröðinni Brekkukotsannál var í lagi í eintaki sem til var hér á landi. Þetta stóra verkefni, sem er rúmlega 40 ára, hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga með ærinni fyrirhöfn.