Einn af kunnustu framleiðendum Þjóðverja, Max Wiedemann (The Lives of Others, Netflix serían Dark), ræðir um þróunina í gervigreind og það sem gæti verið framundan í kvikmyndagreininni í þeim efnum við Nordic Film and TV News.
Gervigreindartæknin (AI) er komin fram á sjónarsviðið með fítonskrafti og væntanlega ekki fréttir fyrir flesta lesendur Klapptrés. Spurningar um hvað eigi að gera við þessa tækni og hvernig skuli nota hana eru framarlega í hugum margra í kvikmyndabransanum á heimsvísu.