Gamanmyndahátíð Íslands fór fram um síðustu helgi á Flateyri í fjórða sinn. Áhorfendur völdu heimildamyndina Kanarí eftir Magneu B. Valdimarsdóttir og Mörtu Sigríði Pétursdóttur fyndnustu mynd hátíðarinnar og Edda Björgvinsdóttir var heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Íslandi á undan sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í orlofi.