Kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting eða Touch eins og hún heitir á ensku, hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda í Bandaríkjunum, þar sem myndinni er dreift á vegum Focus Features sem hefur um árabil verið eitt virtasta kvikmyndaver í Hollywood. Myndin er nú á leið í dreifingu um allan heim.
Focus Features mun dreifa Snertingu Baltasars Kormáks í Bandaríkjunum. Universal mun dreifa myndinni á heimsvísu. Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið, en tökur hefjast í London á sunnudag.