spot_img
HeimEfnisorðFjárlög 2025

Fjárlög 2025

Kvikmyndastefnan í framkvæmd: dregið úr vægi íslenskrar kvikmyndagerðar, aukið vægi erlendra þjónustuverkefna

Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar skorin niður

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,8 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 8,2%.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR