HeimEfnisorðFjárlög 2025

Fjárlög 2025

Al­þingi kemur Kvik­mynda­sjóði til bjargar, segir hópur kvikmyndagerðarfólks

Hópur kvikmyndagerðarfólks birtir grein á Vísi þar sem farið er yfir það hvernig hækkun á framlögum í Kvikmyndasjóð kom til og breiðri þverpólitískri samstöðu innan fjárlaganefndar þakkað. 

Frekari tillagna stjórnvalda beðið í kjölfar hækkunar Kvikmyndasjóðs

Meirihluti náðist í fjárlaganefnd um að leggja til að 300 milljónum króna yrði bætt í Kvikmyndasjóð á næsta ári, sem og 100 milljónum á yfirstandandi ári. Áður hafði staðið til að skera enn og aftur niður og nú um vel á annað hundrað milljónir. Kvikmyndagreinin fagnar þessu og lítur á sem gott skref í rétta átt eftir nokkurra ára stórfelldan niðurskurð. 

Niðurskurði Kvikmyndasjóðs 2025 afstýrt, verulega bætt í sjóðinn, fleira í farvatninu

Fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs verður afstýrt, verði breytingatillaga fjárlaganefndar samþykkt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 300 milljónir króna bætist í sjóðinn á næsta ári frá því sem upphaflega var lagt til. Þá er einnig gert ráð fyrir að 100 milljónir króna bætist í sjóðinn á þessu ári.

Þingmönnum send áskorun og undirskriftalisti frá kvikmyndagerðarfólki

Þingmönnum hefur verið sendur undirskriftalisti og bréf þar sem þeir eru hvattir til að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs. Leikstjórar, leikarar og Óskarsverðlaunatónskáld eru meðal þeirra sem skrifa undir bréfið.

Undirskriftalisti með áskorun til þingmanna sé tillaga um neyðaraðgerð til handa íslenskri kvikmyndagerð

Fólkið í kvikmyndagreininni hefur á undanförnum dögum sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað er á Alþingi að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs með því að færa hluta af endurgreiðsluheimild næsta árs til Kvikmyndasjóðs. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði fjárlög í næstu viku. 

Bíó Paradís svarar rangfærslum Samtaka verslunar og þjónustu

Hrönn Sveinsdóttir hjá Bíó Paradís hefur sent SVÞ bréf þar sem rangfærslum um menningarhúsið er svarað og fer fram á að athugasemd þeirra til fjárlaganefndar verði dregin til baka.

Opin­berir styrkir til Bíós Para­dísar „al­var­leg mis­munun“ samkvæmt SVÞ

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) vara fjárlaganefnd við því að taka jákvætt í beiðni Bíós Paradísar um 50 milljóna króna ríkisstyrk. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Kvikmyndastefnan í framkvæmd: dregið úr vægi íslenskrar kvikmyndagerðar, aukið vægi erlendra þjónustuverkefna

Í Kvikmyndastefnunni frá 2020 var fyrsta mál að efla Kvikmyndasjóð, meginstoð íslenskrar kvikmyndagerðar. Það byrjaði vel en nú, fjórum árum síðar, hefur hann verið skorinn hressilega niður og hefur ekki verið minni síðan niðurskurðarárið 2014. Um leið hefur endurgreiðsluhlutfall verið hækkað verulega til að auka samkeppnishæfni Íslands varðandi erlend stórverkefni. Stækkun þessarar hliðarstoðar nýtur stuðnings í greininni en gríðarlegur niðurskurður Kvikmyndasjóðs er ekki það sem Kvikmyndastefnan gengur útá.

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar skorin niður

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,8 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 8,2%.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR