HeimEfnisorðFeneyjar 2016

Feneyjar 2016

„Hjartasteinn“ verðlaunuð í Feneyjum

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, vann til Queer Lion verðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í gærkvöldi. Queer Lion verðlaunin eru veitt þvert yfir alla flokka hátíðarinnar.

Segir allar dyr opnast fyrir „Hjartasteini“

Anton Máni Svansson, framleiðandi Hjartasteins er hæstánægður með viðtökur myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og segir að teymið á bak við myndina sé hreinlega í skýjunum.

Hollywood Reporter um „Hjartastein“: Of löng en hrífandi

David Rooney hjá The Hollywood Reporter skrifar frá Feneyjahátíðinni um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar. Rooney segir myndina of langa en hrífandi, en þrátt fyrir gallana sé þetta vel leikin og afar sjónræn frumraun sem lofi góðu.

Screen um „Hjartastein“: Hrífandi og næmlega gerð

Sarah Ward hjá Screen skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd á Feneyjahátíðinni. Ward segir myndina hrífandi og næmlega gerða og vaða inná svið þroskasögumynda með réttum skammti af sjálfstrausti, samkennd og tærum stíl.

„Hjartasteinn“ í keppni á Feneyjahátíðinni

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd tekur þátt í keppni á þessari merku hátíð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR