Níu íslensk kvikmyndaverkefni á mismunandi stigum framleiðsluferlis verða hluti af alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, sem fer fram 20.-26. ágúst í Noregi. Verkefnin sem um ræðir eru Tryggðarpantur, War is Over,The Wind Blew On, Vetrarbræður, East by Eleven, The Damned, Martröð, Pale Star og The Wall.
Þórður Pálsson og Ólafur Jóhannesson de Fleur fá styrki til að þróa verkefni sín frá Nordic Genre Boost, sérstöku átaki Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Styrkupphæðin nemur þremur milljónum króna á verkefni.