Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.
RÚV hefur undirritað rammasamning við DR Sales, söludeild Danmarks Radio, sem felur í sér að DR Sales mun sjá um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim.