Heimildamyndin Dagur í lífi þjóðar eftir Ásgrím Sverrisson er sýnd í kvöld kl. 20:45 í RÚV í tengslum við hálfrar aldar afmæli Sjónvarpsins. Í myndinni fjallar fjöldi Íslendinga um atvik úr lífi sínu þann 30. september 2015, fyrir sléttu ári síðan.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Ævar Þór Benediktsson sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi upphlöðun efnis í stuttu innslagi.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Brynja Þorgeirsdóttir sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi beitingu myndavélar og hljóðnema í stuttu innslagi.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Gísli Einarsson sjónvarpsmaður fer yfir helstu atriði varðandi undirbúning fyrir tökur í stuttu innslagi.
RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Ásgrímur Sverrisson, stjórnandi verkefnisins, fer yfir helstu atriði í eftirfarandi innslagi.
RÚV býður öllum í landinu að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi sínu þennan dag. Úr innsendu efni verður gerð heimildamynd í fullri lengd, Dagur í lífi þjóðar, sem sýnd verður á hálfrar aldar afmæli RÚV þann 30. september 2016.