Sólveig Anspach vann til verðlauna á César verðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð franska kvikmyndabransans. Verðlaunin vann hún ásamt Jean-Luc Gaget fyrir besta frumsamda handrit fyrir fransk/íslensku kvikmyndina Sundáhrifin. Sólveig lést langt fyrir aldur fram árið 2015 eftir baráttu við krabbamein.