„Tvær konur af sitthvorri kynslóð og með ólíka sýn á lífið fara hringferð um Ísland, hver með sitt erindi og koma við á fimm kaffihúsum. Allar konurnar „leika“ sjálfar sig og fáum við að kynnast draumum þeirra og dagdraumum, lífi og áskorunum,“ segir um heimildamyndina Konur, draumar & brauð eftir Sigrúnu Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugu Jóhannsdóttur.
Hrönn Kristinsdóttir er nýr listrænn stjórnandi Stockfish og mun hún ásamt Carolina Salas, nýráðnum framkvæmdastjóra hátíðarinnar, halda áfram að þróa Stockfish sem gott rými fyrir samtal greinarinnar á opnum og faglegum nótum.