Breski framleiðandinn Stephen Follows, sem sérhæfir sig í framsetningu gagna og tölulegra upplýsinga um breskan kvikmyndaiðnað, hefur birt grein á vef sínum þar sem hann fer yfir hugsanlega galla og kosti við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margt af því sem hann nefnir snertir íslenskan kvikmyndaiðnað á einn eða annan hátt.
„Ég held að það sé ekkert okkur í hag að þeim gangi illa,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Vísi um ákvörðun bresku þjóðarinnar um að segja sig úr Evrópusambandinu. Breska þjóðin kaus um veru í sambandinu síðastliðinn fimmtudag en þessi ákvörðun gæti haft slæm áhrif á breskan kvikmyndaiðnað sem Íslendingar hafa notið góðs af.