Hér er umfjöllun Lestarinnar á Rás 1 um heimildamyndina Baráttan um Ísland og þau viðbrögð sem hún hefur vakið. Rætt er við Bosse Linquist, Þórð Snæ Júlíusson og Margréti Jónasdóttur um verkið.
Heimildamyndin Baráttan um Ísland er í tveimur hlutum og fjallar um uppgjörið eftir bankahrunið 2008. Fyrri hlutinn er á dagskrá RÚV í kvöld en sá seinni verður sýndur annað kvöld.