Endurbætt útgáfa af Björgunarafrekinu við Látrabjarg (1949) eftir Óskar Gíslason verður sýnd á Icedocs heimildamyndahátíðinni á Akranesi, sem hefst 15. júlí. Sama dag fer einnig fram kynning fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk á B2B Documentary Network.
Komin er upp fróðleg síða um fjöllistamanninn Þorleif Þorleifsson (1917-1974) á Wikipedia. Þorleifur kom víða við og tengist kvikmyndagerð þannig að hann vann mikið og náið með Óskari Gíslasyni.