spot_img
HeimEfnisorðBerlinale 2017

Berlinale 2017

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Grimmd“

Danska sölufyrirtækið LevelK fer með alþjóðlega sölu á kvikmynd Antons Sigurðssonar, Grimmd, sem frumsýnd var í október síðastliðnum og varð önnur vinsælasta mynd ársins.

True North kynnir næstu verkefni í Berlín; „Slóð fiðrildanna“, tvær spennuseríur og huldufólkshrollvekju

True North kynnir næstu verkefni á yfirstandandi Berlínarhátíð. Þeirra á meðal eru bíómynd eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Slóð fiðrildanna, sakamálasería byggð á bókum Stefáns Mána og þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík. ScreenDaily skýrir frá.

Baltasar kynnir spennuþætti um Kötlu í Berlín

Baltasar Kormákur hefur í hyggju að gera sjónvarpsþætti þar sem eldfjallið Katla verður í ákveðnu aðalhlutverki. Hugmyndin er að þættirnir gerist í Reykjavík þegar Katla hefur gosið samfellt í tvö ár með tilheyrandi eignatjóni og hættu fyrir þá sem eru í landinu.

Eva María Daníels einn framleiðenda „The Dinner“ sem er í keppni á Berlinale, gerir einnig mynd með Amy Adams

Eva María Daníels er einn framleiðenda bandarísku kvikmyndarinnar The Dinner í leikstjórn Oren Moverman. Myndin tekur þátt í aðalkeppni Berlínarhátíðarinnar og er frumsýnd í dag. Með helstu hlutverk fara Richard Gere, Laura Linney, Steve Coogan, Chloë Sevigny og Rebecca Hall.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR