Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.
Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastýra Bíó Paradísar er í viðtali við Vísi um Bechdel-prófið svonefnda sem snýst um að kvikmynd þurfi að hafa að minnsta kosti tvær kvenpersónur sem eigi samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni.