Böðvar Bjarki Pétursson, eigandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra standa gegn yfirfærslu skólans á háskólastig. Þá sé nemendum nú neitað um námslán og þjónustusamningur við ríkið sé ekki lengur í gildi.