Hópur útskrifaðra nemenda Kvikmyndaskóla Íslands, ásamt fleirum, hefur tekið höndum saman um framleiðslu stuttmyndarinnar Ólgusjór. Leikstjóri og handritshöfundur er Andri Freyr Ríkharðsson en nýtt framleiðslufyrirtæki, Behind the Scenes, annast framleiðslu. Tökur eru fyrirhugaðar í sumar, en verkefnið hefur hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
Eftir fimmtán ára leit fann leikstjórinn Ágúst Guðmundsson loksins frumeintakið af kvikmyndinni Gullsandur í London en myndina gerði hann árið 1984. Eintakið var týnt í aldarfjórðung og hefði myndin að líkindum glatast ef þrjóska leikstjórans við leitina hefði ekki skilað árangri. Þetta kom fram í Kastljósi RÚV en myndin verður sýnd í nokkra daga í Bíó Paradís.