DV heldur því fram að áskrifendur Stöðvar 2 séu á bilinu 23-27 þúsund og áskrifendur Skjásins í kringum 23 þúsund. Þá segir miðillinn að um 17% þjóðarinnar séu áskrifendur að Netflix, sem gerir yfir 54 þúsund manns. Rætt er við Ara Edwald, forstjóra 365.
Höfundaréttarmál í brennidepli: Ari Edwald forstjóri 365 bendir á að að Netflix sé dæmi um þjónustu sem ekki sé boðin löglega hér á landi og að íslensk stjórnvöld hafi sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni.