Róbert Ingi Douglas leikstjóri og handritshöfundur hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Á sama tíma var gengið frá ráðningu Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda, sem hefur starfað sem kvikmyndaráðgjafi hjá KMÍ í tímabundinni stöðu frá því í júní á þessu ári. Þá hefur Svava Lóa Stefánsdóttir verið ráðin í starf skrifstofumanns og hóf störf í október.
Anna María Karlsdóttir framleiðandi hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hún kemur í stað Martin Schlüter sem mun á næstunni láta af störfum.
Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir hjá Ljósbandi, framleiðanda kvikmyndarinnar Sumarbörn, segja drátt á launagreiðslum til leikara og starfsliðs kvikmyndarinnar algerlega á sína ábyrgð og biðja hlutaðeigandi afsökunar.