Ásgeir H. Ingólfsson ræddi við rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev á dögunum, en mynd hans Loveless (Ástlaus) er sýnd á Stockfish hátíðinni sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.
Nýjasta mynd Andreys Zvyagintsevs, Loveless eða Nelyubov eins og hún heitir á frummálinu, verður sýnd á Stockfish hátíðinni sem hefst 1. mars. Myndin er jafnframt tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda í ár. Davíð Kjartan Gestsson hjá Menningarvef RÚV ræddi við leikstjórann.
Bíó Paradís stendur fyrir Rússneskum kvikmyndadögum dagana 23.-27. október. Sýndar verða fimm myndir, þar á meðal Leviathan, nýjasta mynd Andrey Zvyagintsev, fremsta leikstjóra Rússa nú um stundir. Ókeypis er á opnunarmynd hátíðarinnar á fimmtudag kl. 18; Postman´s White Nights sem mætti helst lýsa sem síðkommúnískri nostalgíu með vodkabragði. Myndin vann Silfurbjörninn, aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hátíðin er í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi.