Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Heimildamyndin Andlit norðursins eftir Magnús Viðar Sigurðsson, sem fjallar um Ragnar Axelsson ljósmyndara og feril hans, fékk aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í Úkraínu, Poltava Film Festival.