12 íslensk verkefni, útkomin og væntanleg, taka þátt í stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fer fram í 32. skipti dagana 16.-21. september í Malmö í Svíþjóð. Hátíðin er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.
Útskriftarmynd Ninnu Pálmadóttur úr NYU Tisch School of the Arts, stuttmyndin Allir hundar deyja, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Generation NEXT of European Cinema á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 22. - 26. ágúst í Tékklandi.