Kvikmyndin Spoor – eða Slóð - eftir Agnieszka Holland hlaut Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni í fyrra og var sýnd hér á Stockfish hátíðinni. Þetta er nokkurskonar umhverfisverndar-þriller sem segir frá baráttu eldri konu gegn ósvífnum veiðimönnum sem vaða uppi í pólskri sveit. Konan fer sínar eigin leiðir og ekki er allt sem sýnist í þessari ísmeygilegu mynd. Aðalleikona myndarinnar, Agnieszka Mandat, var gestur Stockfish hátíðarinnar á dögunum og ræddi við Klapptré.
Þrjár vinsælustu myndirnar af EFFI hátíðinni í Bíó Paradís halda áfram; Oh Boy, La Grande Bellezza og Child's Pose. Pólska leikstýran Agniezska Holland var...
Pólska leikstýran Agniezska Holland verður viðstödd sýningar mynda sinna á lokadögum EFFI 2013, Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar, í Bíó Paradís um helgina. Á laugardag kl. 15...
Leikstýran Agniezska Holland (f. 1948) er einn kunnasti kvikmyndagerðarmaður Póllands og á að baki rúmlega 40 ára feril. Hún er heiðursgestur Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar sem...