Land & synir
Land & synir, málgagn kvikmyndagerðarmanna, kom út frá 1995 til 2011. Fyrstu árin var eingöngu um tímaritsútgáfu að ræða en 2003 var vefurinn logs.is stofnaður. Þar er að finna fjölmargar fréttir og upplýsingar um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp. Vefnum var lokað 2011 en hægt er að nálgast afrit á Vefsafni Landsbókasafnsins.
Land & synir á timarit.is
Öll útgefin tölublöð Lands & sona, alls 45 hefti, sem komu út á árunum 1995-2008, má finna á vefnum timarit.is. Smelltu á hnappinn fyrir neðan til að skoða blaðið (í dálkinum vinstra megin á timarit.is er hægt að velja árganga, tölublöð og blaðsíður).