Eftirfarandi listi sýnir fimm stærstu opnunarhelgar íslenskra bíómynda frá 1995 (þegar formlegar mælingar SMÁÍS (nú FRÍSK) hófust) til og með 29. október 2021.
Röð listans er eftir núvirtum tekjum á opnunarhelgi.
Hugtakið „opnunarhelgi“ samkvæmt skilgeiningu FRÍSK (einnig alþjóðlegt viðmið) er þrír dagar, föstudagur til sunnudags.
Listinn verður uppfærður reglulega.
Tölurnar í dálkinum „Tekjur opnunarhelgi“ eru frá FRÍSK (Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum), sem og aðsóknartölur á opnunarhelgi, sem er bætt við til upplýsingar.
Klapptré hefur núvirt tekjutölur (sjá reiknivél hér) og miðast röðin við þær.
HEITI MYNDAR | FRUMSÝND | TEKJUR OPNUNAR-HELGI | NÚVIRTAR TEKJUR OPNUNARHELGI | AÐSÓKN OPNUNAR-HELGI |
Mýrin | 20.10.2006 | 15.807.800 kr. | 30.181.754 kr. | 13.956 |
Bjarnfreðarson * | 25.12.2009 | 12.984.400 kr. | 18.438.114 kr. | 11.004 |
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum | 31.10.2014 | 13.434.312 kr. | 16.132.506 kr. | 11.425 |
Leynilögga | 20.10.2021 | 15.941.412 kr. | 15.941.412 kr. | 8.503 |
Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið | 10.9.2010 | 11.056.820 kr. | 15.495.720 kr. | 10.375 |
* Tveggja daga helgi | Aðrar: þriggja daga helgi.