Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og formaður FLH (Félags leikskálda og handritshöfunda) var viðstödd afhendingu Evrópsku handritsverðlaunanna á dögunum. Hún segir frá verðlaunahafanum Adam Price, handritshöfundi Borgen og stemmningunni á hátíðinni.
Orðbragð fær alveg sérstök persónuleg verðlaun frá mér og mínu heimili en valnefnd Eddunnar og ábyrgðarmönnum Eddunnar sendi ég þrjú stór spurningamerki??? Hvernig er hægt að setja í sama flokk handrit að leiknum kvikmyndum eða leiknu sjónvarpsefni og handrit að þætti eins og Orðbragði? Spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og handritshöfunda.
"Af hverju skyldu Danir hafa náð svona langt? Það skyldi þó aldrei vera að í Danmörku ríki talsvert meiri skilningur á mikilvægi danskrar kvikmyndagerðar og sterkum ríkisfjölmiðli sem leggur rækt við menningarlega sérstöðu?," spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH.
Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH - Félags leikskálda og handritshöfunda, fór við þriðja mann á heimsráðstefnu handritshöfunda í Varsjá 1. og 2. október síðastliðinn. Hún segir frá því sem á daga þeirra dreif í eftirfarandi pistli.